Hvaða stofnanir/fyrirtæki verða að tilnefna persónuverndarfulltrúa?
Reglulegt og kerfisbundið eftirlit
Það nær til allra tegunda eftirlits, óháð því hvort það fer fram á Netinu eða ekki, og gerðar/notkunar persónusniða á Netinu, þar á meðal til persónusniðinna auglýsinga.
Litið er svo á að orðið reglulega þýði eitt af eftirfarandi:
Áframhaldandi eða með reglulegu millibili á tilteknu tímabili,
Endurnýjað eða endurtekið á tilteknum tímum,
Stöðugt eða gerist á tilteknum tíma.
Litið er svo á að orðið kerfisbundið þýði eitt af eftirfarandi:
Að vinnsla fari fram samkvæmt skipulögðu ferli eða kerfi,
Að vinnsla sé fyrirfram ákveðin eða skipulögð,
Að vinnsla sé framkvæmd sem hluti af almennri áætlun um öflun upplýsinga,
Að vinnsla sé framkvæmd sem hluti af stefnu fyrirtækis eða stofnunar.