Hlutverk, verkefni og ábyrgð persónuverndarfulltrúa
Hlutverk persónuverndarfulltrúa við mat á áhrifum á persónuvernd og gerð vinnsluskráar
Ráðgjöf vegna mats á áhrifum á persónuvernd
Varðandi mat á áhrifum á persónuvernd skulu ábyrgðaraðili og vinnsluaðili leita ráðgjafar hjá persónuverndarfulltrúanum, meðal annars um eftirfarandi þætti:
hvort meta eigi áhrif á persónuvernd,
hvaða aðferð eigi að beita við að matið,
hvort matið eigi að fara fram innanhúss eða hvort útvista eigi verkefninu,
hvaða tæknilegu og skipulögðu öryggisráðstafanir þurfi að gera til að draga úr áhættu fyrir réttindi og frelsi hinna skráðu,
hvort matið hafi farið fram með réttum hætti og hvort niðurstaða þess (að hefja umrædda vinnslu og hvaða öryggisráðstöfunum eigi að beita) sé í samræmi við kröfur um persónuvernd.
Ráðgjöf vegna vinnsluskráar
Hvað varðar skrá yfir vinnslustarfsemi, þá er það ábyrgðaraðilinn eða vinnsluaðilinn, en ekki persónuverndarfulltrúinn, sem ber ábyrgð á að halda slíka skrá.
Þeir geta hins vegar falið persónuverndarfulltrúa að halda slíka skrá á þeirra ábyrgð. Litið er á slíka skrá sem eina af þeim verkfærum sem persónuverndarfulltrúinn hefur til að sinna starfi sínu við vöktun vinnslu og að upplýsa og ráðleggja ábyrgðar- eða vinnsluaðila.
Ef ekki er farið að ráðum persónuverndarfulltrúans þarf ábyrgðaraðilinn að skrásetja ástæður þess.
Persónuverndarfulltrúi er tengiliður við Persónuvernd og getur sem slíkur haft fyrirframsamráð og leitað ráða, eftir því sem við á, varðandi önnur málefni.