Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hlutverk, verkefni og ábyrgð persónuverndarfulltrúa

Eftirlit með reglufylgni

Hlutverk persónuverndarfulltrúa er meðal annars að aðstoða fyrirtæki við að sinna innra eftirliti, upplýsa og ráðleggja vegna persónuverndarlöggjafarinnar, veita ráðgjöf við framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd ásamt því að vera tengiliður við einstaklinga og Persónuvernd.

Til að sinna eftirliti með reglufylgni og aðstoða ábyrgðaraðila og vinnsluaðila við að fylgja persónuverndarreglugerðinni þarf persónuverndarfulltrúinn sérstaklega að:

  • safna upplýsingum til að greina vinnsluna,

  • greina og fylgjast með reglufylgni í starfseminni,

  • upplýsa, ráðleggja og koma á framfæri tillögum til ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila.

Ábyrgð persónuverndarfulltrúa

Það er á ábyrgð fyrirtækisins eða stjórnvaldsins að tryggja og geta sýnt fram á að vinnsla persónuupplýsinga hjá þeim sé í samræmi við reglurnar („ábyrgðarskyldan“).

Persónuverndarfulltrúinn er ekki persónulega ábyrgur ef ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar er ekki fylgt. Hann getur hins vegar borið refsiábyrgð gerist hann sekur um alvarleg brot á þagnarskyldu.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820