Fara beint í efnið

Umsókn um fullnaðarskírteini

Fullnaðarskírteini

Því miður er ekki hægt að gefa út ný plastökuskírteini fyrr en í febrúar 2025. Þangað til verður notast við stafræn ökuskírteini. Nánar um framleiðslu nýrra ökuskírteina.

Til að fá fullnaðarskírteini þarf að fara í akstursmat hjá ökukennara. Þú velur ökukennara fyrir akstursmatið. Þú þarft ekki að fara í akstursmat fyrr en þú getur sótt um fullnaðarskírteinið.

Fullnaðarskírteini

Þegar þú hefur staðist akstursmat hjá ökukennara getur þú sótt um nýtt ökuskírteini (fullnaðarskírteini). Til að geta sótt um fullnaðarskírteini, þarft þú að hafa:

  • verið með bráðabirgðaskírteini í að minnsta kosti 1 ár

  • lokið Ökuskóla 3

  • lokið akstursmati

  • fullnægjandi sjón og heyrn

  • líkamlega og andlega hæfni til að stjórna bíl

  • fasta búsetu á Íslandi

  • ekki fengið punkt vegna umferðarlagabrota og/eða sviptinga síðustu 12 mánuði

Fylgigögn:

  • Skila þarf inn nýrri passamynd ef:

    • Mynd of gömul og ekki gæðamerkt.

    • Mynd ekki til í kerfi eða skírteini af eldri gerð.

    • Þú hefur breytt nafni.

    • Ef þú hefur breytt kyni.

  • Ef einhverri spurningu er svarað játandi í heilbrigðisyfirlýsingu þarf læknisvottorð frá heimilislækni eða viðeigandi sérfræðilækni.

  • Ef viðkomandi notar gleraugu eða linsur, hefur skerta sjón eða skert sjónsvið þarf læknisvottorð frá heimilislækni eða augnlækni.

Ef bráðabirgðaskírteinið þitt er að renna út og þú ert með punkt eða fullnægir ekki skilyrðum getur þú sótt um endurnýjun á bráðabirgðaskírteininu og fengið annað þriggja ára skírteini.

Kostnaður

Greiða þarf ökukennara fyrir akstursmatið eftir gjaldskrá ökukennarans. Fullnaðarskírteini kostar 8.600 krónur. Bráðabirgðaskírteini kostar 4.300 krónur.

Fullnaðarskírteini

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15