Erfðaskrár
Efni erfðaskrár
Ef einstaklingur á hvorki maka né afkomendur má hann ráðstafa hluta eða öllum eignum sínum með erfðaskrá.
Ef maki eða afkomendur eru til staðar má einungis ráðstafa 1/3 hluta eigna með erfðaskrá.
Arfleifanda er óheimilt að setja erfingja fyrirmæli um meðferð á skylduarfi, sjá þó nánari upplýsingar um kvaðaarf.
Arfleifandi getur ákveðið í erfðaskrá að tiltekinn skylduerfingi hans skuli fá í sinn hlut ákveðnar eignir úr séreign hans eða hjúskapareign, enda fari verðmæti þeirra ekki fram úr skylduerfðahluta erfingjans að viðbættum þeim eignarhluta, sem arfleifanda er heimilt að ráðstafa með erfðaskrá (1/3).
Hjón geta í ákveðið í erfðaskrá að það sem lengur lifir skuli hafa heimild til að sitja í óskiptu búi eftir skammlífari maka. Ekki er þá þörf á því að afla samþykkis stjúpniðja fyrir setu í óskiptu búi.
Arfleifandi getur ákveðið í erfðaskrá að arfur, þar á meðal skylduarfur, skuli vera séreign í hjúskap erfingja. Hjón geta ekki breytt ákvörðun arfleifanda nema kveðið sé á um slíkt í erfðaskrá eða leiði ótvírætt af efni hennar.
Þjónustuaðili
Sýslumenn