Fara beint í efnið

Við afhendingu á fyrirframgreiddum arfi þarf að fylla út erfðafjárskýrslu. Hægt er að skila inn rafrænni erfðafjárskýrslu ef allir eru með rafræn skilríki.

Hægt er að fylla út erfðafjárskýrslu á pappír ef allir eru ekki með rafræn skilríki. Skila þarf frumriti skýrslunnar á starfsstöð sýslumanns þar sem arfleifandi á lögheimili.

Á erfðafjárskýrslu vegna fyrirframgreiðslu arfs skal skrá eignir miðað við verðmæti þeirra þann dag sem sýslumaður áritar erfðafjárskýrslu. Hér er að finna almennar upplýsingar um erfðafjárskatt.

Ekki má draga frá skuldir eða kostnað við útreikning á erfðafjárskatti vegna fyrirframgreiðslu arfs.

Eftirfarandi gögnum getur þurft að skila inn með erfðafjárskýrslu:

  • Skiptayfirlýsingu vegna fasteignar (ef verið er að afhenda fasteign í arf). Hún þarf að vera undirrituð af erfingjum eða umboðsmönnum og með tveimur vottum. Hvort sem skýrslu er skilað inn rafrænt eða á pappír þá þarf alltaf að skila frumriti erfðaskiptayfirlýsingar á starfsstöð sýslumanns.

  • Erfðaskrá (ef verið er að greiða bréferfingja út arf og erfðaskráin ekki varðveitt hjá sýslumanni).

  • Samþykki yfirlögráðanda (sýslumanns) ef erfingi er undir 18 ára aldri og ef erfingi og/eða arfleifandi er sviptur fjárræði.

  • Gögn sem staðfesta verðmæti eignarinnar, til dæmis yfirlit verðbréfaeigna og verðmat ökutækja.

Rafræn erfðafjárskýrsla

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15