The Ísland.is App
13th June 2019
Almenn bólusetning hjá börnum gegn pneumókokkum hófst hér á landi 2011. Pneumókokkabakteríur geta valdið margvíslegum sýkingum eins og miðeyrnabólgu, kinnholubólgu, lungnabólgu og alvarlegum ífarandi sýkingum eins og blóðsýkingum og heilahimnubólgu.
6th June 2019
Sóttvarnalæknir undirbýr nú að hefja almenna bólusetningu við hlaupabólu árið 2020. Hún verður í boði endurgjaldslaust fyrir öll börn fædd 1. janúar 2019 eða síðar.
29th May 2019
Sóttvarnalæknir mælir nú með bólusetningu barnshafandi kvenna við kikhósta með samsettu bóluefni með barnaveiki- og stífkrampabóluefnum (Boostrix eða Boostrix-polio skv. núgildandi samningum). Bólusetningin skal vera konunum að kostnaðarlausu eins og inflúensubólusetning á meðgöngu.
27th May 2019
Hrunamannahreppur varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi (HSAM) þann 23. maí sl. þegar Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samning þess efnis í fallegum skógarlundi á Flúðum.
21st May 2019
Sveitarfélagið Árborg varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi (HSAM) mánudaginn 20. maí sl. þegar Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samning þess efnis. Árborg er 24. sveitarfélagið sem gerist Heilsueflandi samfélag og búa nú um 86,3% landsmanna í slíku samfélagi.
17th May 2019
Í tilefni af 300 ára afmæli Bjarna Pálssonar, landlæknis verður hans minnst með myndarlegum hætti sunnudaginn 19. maí í samstarfi Seltjarnarneskirkju og Embættis landlæknis. Allir eru hjartanlega velkomnir.
13th May 2019
Næsti morgunverðarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 15. maí kl. 8:15–10:00 á Grand hótel. Fundarefnið að þessu sinni er hlutverk foreldra í forvörnum.
9th May 2019
Morgunverðarfundur VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlits Ríkisins um heilsueflandi vinnustaði Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrkur nóg? var haldinn í Háteigi á Grand Hótel þann 9. maí.
7th May 2019
Embætti landlæknis og Lyfjastofnun fylgjast með alþjóðlegri umfjöllun um brjóstapúða af ákveðinni gerð, vegna tengsla þeirra við sjaldgæft eitilfrumukrabbamein.
2nd May 2019
Morgunfundur Embættis landlæknis, VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, og Vinnueftirlits Ríkisins um heilsueflandi vinnustaði verður haldinn í Háteigi á Grand Hótel þann 9. maí. kl. 8.15-10.00.