Skip to main content

The Ísland.is App

Directorate of Health Frontpage
Directorate of Health Frontpage

The Directorate of Health

This news article is more than a year old

9th May 2019

Morgunverðarfundur VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlits Ríkisins um heilsueflandi vinnustaði Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrkur nóg? var haldinn í Háteigi á Grand Hótel þann 9. maí.

Lit ISL ENG Stort

Morgunverðarfundur VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlits Ríkisins um heilsueflandi vinnustaði „Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrkur nóg?“ var haldinn í Háteigi á Grand Hótel þann 9. maí.

Aðalfyrirlesari á morgunfundinum var Karolien Van Den Brekel heimilislæknir og doktor í sálfræði sem fjallaði um jákvæða heilsu og vinnustaði. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir frá Embætti landlæknis ræddi hvernig gera megi betur í heilsueflingu og Jóhann F. Friðriksson frá Vinnueftirlitinu fjallaði um mikilvægi fjárfestingar í heilsu starfsmanna. Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri hjá VIRK, stýrði fundinum.

Morgunfundurinn var sá fyrsti í fundaröð um heilsueflingu á vinnustöðum og er hluti af samstarfi VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins um heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum. Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.

Sjá streymið af fundinum.