The Ísland.is App
16th July 2019
Í dag, 16.7.2019, voru rannsökuð sýni frá níu einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu og greindist enginn með sýkinguna. Alls hafa því 19 börn greinst frá því að faraldurinn hófst.
15th July 2019
Í dag 15.7.2019 var staðfest E. coli STEC sýking hjá tveimur börnum en 37 sýni voru rannsökuð m.t.t. STEC í dag. Börnin eru tveggja og 11 ára gömul. Sýkingar barnanna tengjast neyslu íss í Efstadal fyrir 4. júlí.
12th July 2019
Í dag 12.7.2019 var staðfest E. coli STEC sýking hjá einu barni en 13 sýni voru rannsökuð m.t.t. STEC í dag. Barnið eins og hálfs árs gamalt.
11th July 2019
Í dag 11.7.2019 var staðfest E. coli STEC sýking hjá fjórum börnum en 27 sýni voru rannsökuð m.t.t. STEC í dag. Börnin eru á aldrinum 14 mánaða til 4 ára. Faraldsfræðilegar upplýsingar hjá þessum börnum liggja ekki fyrir á þessari stundu. Alls hafa því 16 börn verið greind með E. coli sýkinguna.
A cluster of infections due to verotoxin producing E. coli (a.k.a. EHEC, STEC or VTEC) of the O026 type has been linked to the tourist attraction Efstidalur II farm in Blaskogabyggd in the south of Iceland.
9th July 2019
Þann 4. júlí síðastliðinn var greint frá því, að fjögur börn hafi greinst með alvarlega sýkingu af völdum E. coli bakteríu. Nú hafa sex börn á aldrinum 20 mánaða–12 ára greinst til viðbótar og eru tilfellin því alls tíu.
4th July 2019
Á undanförnum 2–3 vikum hafa 4 börn greinst á Íslandi með alvarlega sýkingu af völdum E. Coli bakteríu (STEC).
2nd July 2019
Læknatímaritið „The Lancet“ birti þann 26. júní 2019 niðurstöðu rannsóknar á áhrifum bólusetningar gegn HPV.
21st June 2019
Að undanförnu hafa birst fréttir af því að fjórir Íslendingar sem dvöldust á Alicante á Spáni nýverið hafi sýkst þar af Chikungunya veiru.
19th June 2019
Alþjóðlega fyrirtækið Wellcome Trust birtir í dag niðurstöður alþjóðlegrar könnunar sem gerð var 2018 um ýmis mál sem snerta heilbrigðismál, meðal annars um afstöðu almennings til bólusetninga.