Eftirlit ábyrgðaraðila með öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hjá vinnsluaðila
Tíðni eftirlits með öryggisráðstöfunum vinnsluaðila
Tíðni eftirlits með vinnsluaðilanum ræðst af áhættumatinu.
Ef áhætta er mikil, getur þurft að skoða öryggisráðstafanir vinnsluaðilans árlega eða jafnvel á hálfs árs fresti. Það fer eftir aðstæðum og þarf að meta í hvert sinn.
Ef áhættan hefur á hinn bóginn verið metin lítil er nóg að sinna eftirlitinu sjaldnar.
Ef unnið er í umhverfi sem þróast og breytist hratt þarf eftirlitið að vera tíðara í samræmi við breytingarnar.