Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Eftirlit ábyrgðaraðila með öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hjá vinnsluaðila

Leiðir til að tryggja öryggi hjá undirvinnsluaðila

Skriflegt samþykki

Ábyrgðaraðili þarf að samþykkja skriflega að vinnsluaðili hans megi útvista hluta af þeim verkefnum sem hann hefur tekið að sér til undirvinnsluaðila.

Í þeim tilvikum ber vinnsluaðili ábyrgð á því að:

  • undirvinnsluaðili starfi í samræmi við fyrirmæli ábyrgðaraðila

  • sinna eftirliti með undirvinnsluaðila, með sama hætti og ábyrgðaraðili sinnir eftirliti með vinnsluaðila

Staðfesting frá vinnsluaðila til handa ábyrgðaraðila

Í flestum tilvikum dugir fyrir ábyrgðaraðila að fá staðfestingu frá vinnsluaðila um að hann hafi sinnt umsömdu eftirliti.

Ábyrgðaraðili ber þó eftir sem áður ávallt ábyrgð á því að farið sé að ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar.

Álit Evrópska persónuverndarráðsins um skyldur vinnslu- og undirvinnsluaðila

Þann 9. október 2024 samþykkti Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) álit um skyldur vinnslu- og undirvinnsluaðila.

Álitið varðar meðal annars samninga ábyrgðar- og vinnsluaðila og túlkun ákveðinna skyldna ábyrgðar-, vinnslu- og undirvinnsluaðila við vinnslu persónuupplýsinga.

Álitið má nálgast hér.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820