Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar

Greiðslur falla niður

Greiðslur barnalífeyris vegna náms falla niður ef ungmenni:

  • hættir í námi eða starfsþjálfun,

  • flytur lögheimili frá Íslandi,

  • verður lífeyrisþegi hjá TR.

Ef aðstæður foreldris breytast

Ef örorku- eða endurhæfingarlífeyrir foreldris þíns rennur út áður en skólaönnin endar eru greiðslur til þín stöðvaðar á sama tíma.

Þú þarft að láta TR vita þegar endurmat á örorku eða endurhæfingu foreldris þíns hefur verið samþykkt til að fá greiðslur barnalífeyris aftur af stað.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun