Tryggingastofnun: Ellilífeyrir
Mig vantar upplýsingar um frestun á töku ellilífeyris?
Þú getur frestað töku ellilífeyris. Við frestun hækkar upphæð greiðslna varanlega. Frestunin virkar einfaldlega þannig að þú sækir um þegar þú ert tilbúin/n að byrja greiðslur og þá kemur hækkunin sjálfkrafa inn. Þú getur skoðað hvernig frestunin kemur út fyrir þig með því að slá inn þínar forsendur í reiknivél lífeyris.