Tryggingastofnun: Ellilífeyrir
Ég er að verða 67 ára, hvenær fæ ég ellilífeyri?
Sækja þarf um ellilífeyri hjá TR, hann kemur aðeins sjálfkrafa ef þú ert með metna örorku til 67 ára aldurs. Almennur réttur til ellilífeyris myndast frá 67 ára aldri en þú verður að hafa átt lögheimili á Íslandi í minnst 3 ár á aldrinum 16-67 ára til að eiga einhvern rétt á greiðslum. Tryggingastofnun greiðir lífeyri 1. dag hvers mánaðar.