Tryggingastofnun: Ellilífeyrir
Ég er að verða 67 ára, hvenær fæ ég ellilífeyri?
Fyrst þarftu að byrja á að sækja um hjá öllum lífeyrirssjóðum og fá umsóknina þar samþykkta. Að því loknu getur þú skilað inn umsókn ásamt tekjuáætlun til TR. Með umsókninni þarf lífeyrisgáttin þín að fylgja. Umsókn er skilað í gegnum Mínar Síður island.is.
Lífeyrisgáttinn er yfirlit yfir alla sjóði sem þú hefur greitt í um ævina, hana finnur þú á mínum síðum hjá þínum lífeyrissjóði. Ef þú ert ekki viss um hvaða sjóði þú átt réttindi hjá getur þú farið inn á lifeyrismal.is.
Almennur réttur til ellilífeyris myndast frá 67 ára aldri en þú verður að hafa átt lögheimili á Íslandi í minnst 3 ár á aldrinum 16-67 ára til að eiga einhvern rétt á greiðslum. Tryggingastofnun greiðir lífeyri 1. dag hvers mánaðar.
Örorkulífeyrisþegar þurfa ekki að sækja um ellilífeyrir heldur færast þeir sjálfkrafa yfir við 67. ára aldur.