Sýslumenn: Þinglýsingar, staðfestingar og skráningar
Hvaða upplýsingar þurfa að koma fram í skjali sem á að þinglýsa?
Skjali sem á að þinglýsa þarf að hafa ákveðnar lágmarksupplýsingar svo sem:
Kennitölur aðila
Dagsetning undirskriftar
Afhendingardag eignar
Fasteignanúmer eignar, skráninganúmer ökutækja, skipaskrárnúmer skipa
Tveir aðilar þurfa að votta rétta dagsetningu, undirskrift og fjárræði aðila. Vottar þurfa að skrifa nafn sitt og kennitölu á skjalið
Ef þinglýsa á veðskuldabréfi eða kaupsamningi/afsali um fasteign skal skjalið innihalda yfirlýsingu um hvort sá er skjal stafar frá sé giftur og hvort eign sé bústaður fjölskyldu hans (þar með talið sumarbústaður) eða notuð við atvinnurekstur hjóna eða sé ætluð til þess
Ekki er um tæmandi talningu að ræða. Um efni skjala nánar fer eftir tegund þeirra.
Hér má finna nánari upplýsingar um þinglýsingar.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?