Fara beint í efnið

Hvaða gögn þarf að senda inn til þess að óska skráningar á trú- og lífsskoðunarfélagi?

  • Félagatal með nöfnum, heimilisföngum og kennitölum 25 einstaklinga sem allir eru hið minnsta 18 ára að aldri og búsettir á Íslandi og munu standa að félaginu. 

  • Upplýsingar um hver verður forstöðumaður félags og hverjir skipa stjórn þess. Forstöðumaður þarf að vera 25 ára gamall hið minnsta og búsettur á Íslandi.

  • Útskýringar á hvaða trúarbrögð eða lífsskoðun það er sem félag er stofnað um, hvernig starfsemi félagsins verði háttað og hvernig það verði fjármagnað og ráðstöfun fjármuna þess. 

  • Lög og samþykktir félags.

  • Útskýringar á því hvernig félagið muni standa að athöfnum eins og hjúskaparvígslu og nafngift.

Hér má finna nánari upplýsingar um skráningu trúfélags eða lífsskoðunarfélags.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?