Vöktun smitsjúkdóma og sjúkdómsvalda
Sóttvarnalæknir ber ábyrgð vöktun sjúkdóma og sjúkdómsvalda, sem valdið geta atsóttum og ógnað almannaheill. Vöktunin nær til smitsjúkdóma, sjúkdómsvalda, heilsuváar af völdum eiturefna og geislavirkra efna og annarra óvæntra atburða.
Tilgangur með vöktun er margþættur:
Að uppgötva faraldra og hópsýkingar
Að greina uppruna og eðli atsótta og grípa til aðgerða
Að fylgjast með útbreiðslu og þróun sjúkdóma/sjúkdómsvalda yfir tíma
Að greina áhættuhópa fyrir valda sjúkdóma, eftir t.d. aldri, kyni, staðsetningu, atferli og uppruna
Er lykilatriði við stefnumótun aðgerða gegn þeim sjúkdómum og sjúkdómsvöldum sem vöktunin nær til
Að meta áhrif fyrirbyggjandi aðgerða eins og fræðslu, bólusetninga og opinberra sóttvarnaráðstafana
Að fylgjast með sýklalyfjaónæmi
Að greina nýja óvænta sjúkdómvalda eða breytingar í meinvirkni þekktra sjúkdómsvalda
Að vekja rannsóknarspurningar og hvetja til rannsókna á þessu sviði.
Lögum samkvæmt heldur sóttvarnalæknir skrár yfir skráningarskylda og tilkynningarskylda sjúkdóma. Sjúkdómar sem ógnað geta ógnað almannaheill eru tilkynningarskyldir og skal senda tilkynningar um þá án tafar til sóttvarnalæknis.
Vöktun heilkenna
Vöktun heilkenna (e. syndromic surveillance) hefur farið vaxandi síðastliðin ár en stór hluti skráningarskyldra sjúkdóma eru heilkenni sem gagnlegt er að vakta.
Dæmi um heilkenni er inflúensulík einkenni, sú vöktun var mikilvæg í heimsfaraldrinum og er áfram við vöktun árlegra inflúensufaraldra. Með vöktun heilkenna má einnig greina nýja og óvænta sjúkdóma.
Vöktun sóttvarnalæknis er líka óhefðbundin og getur falist í að fylgja eftir sögusögnum um veikindi í samfélaginu.
Sóttvarnalæknir tekur þátt í vöktun Evrópusambandsins, sem er í höndum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC).
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis