Viðurkenning réttingaverkstæða
Viðurkenning réttingaverkstæða með takmörkun
Réttingaverkstæði með takmarkaða viðurkenningu hafa heimild til þess að gera við ákveðin tjónaökutæki í samræmi við takmörkun þess. Takmörkun viðurkenningar verkstæðis getur sett skilyrði á stærð, þyngd eða gerð ökutækja sem þau geta gert við. Dæmi um þetta getur verið réttingaverkstæði sem óskar eftir viðurkenningu með takmörkun vegna viðgerða á stórum ökutækjum á borð við hópbíla og vörubíla (þyngri en 3500 kg.) en hefur ekki sprautuklefa.
Réttingaverkstæði með takmarkaða viðurkenningu þurfa að uppfylla almennar kröfur um viðurkennd réttingaverkstæði. Við úttekt á verkstæði getur verið þörf á að aðlaga búnaðarkröfur verkstæðis til þess að tryggt sé að verkstæðið búi yfir viðeigandi tækjabúnaði til þess að framkvæma viðgerðir á tjónaökutækjum í samræmi við takmörkun viðurkenningar.
Ferli viðurkenningar réttingaverkstæða með takmörkun
Réttingaverkstæði óskar eftir að sækja um viðurkenningu með takmörkun með því að senda póst á netfangið okutaeki@samgongustofa.is. Í póstinum þarf að tilgreina ástæðu takmörkunar og hvort þörf sé á undanþágu frá einhverjum kröfum vegna þess. Samþykkt Samgöngustofu á hugsanlegri takmörkun þarf að liggja fyrir áður en haldið er áfram með umsóknarferlið.
Verkstæði óskar eftir úttekt hjá samþykktum úttektaraðila.
Úttektaraðili tilkynnir um vottun réttingaverkstæðis þrátt fyrir að öll atriði úttektar séu uppfyllt. Þau atriði sem ekki eru uppfyllt skulu vera skráð og í tengslum við takmörkun á viðurkenningu verkstæðis.
Tæknistjóri verkstæðis sendir inn rafræna umsókn um viðurkenningu réttingaverkstæðis.
Sé umsókn og fylgigögn fullnægjandi, viðurkennir Samgöngustofa réttingaverkstæðið með takmörkun og tilgreinir um takmörkun þess á skírteini réttingaverkstæðis.
Framlenging á viðurkenningu réttingaverkstæðis með takmörkun
Framlenging á viðurkenningu réttingaverkstæðis með takmörkun fer í gegnum hefðbundið ferli.

Þjónustuaðili
Samgöngustofa