Fara beint í efnið

Alþjóðleg vernd fyrir systkini fylgdarlauss flóttabarns

Umsókn um dvalarleyfi og vernd fyrir systkini fylgdarlauss flóttabarns

Réttindi og skyldur

  • Dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar sem barn flóttamanns er að jafnaði veitt til fjögurra ára í senn og er endurnýjanlegt.

  • Barn, sem fær alþjóðlega vernd með fjölskyldusameiningu við flóttamann, fær sömu réttindi og skyldur og flóttamaðurinn sem það sameinast hér á landi. Barnið er skilgreint sem flóttamaður samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum og getur því ekki ferðast til heimaríkis/heimaríkja án þess að eiga á hættu að alþjóðleg vernd þess og þar með dvalarleyfi hér á landi verði afturkallað.

    Alþjóðleg vernd er veitt á þeirri forsendu að öryggi flóttamanns sé í hættu í heimalandi. Snúi hann þangað aftur gefur það í skyn að ástandið í heimalandi hafi batnað og að flóttamaðurinn þurfi ekki lengur á alþjóðlegri vernd að halda.

Réttur til fjölskyldusameiningar

  • Dvalarleyfið veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar.

Réttur til að vinna

  • Dvalarleyfinu fylgir heimild til að vinna án atvinnuleyfis.

Réttur til ótímabundins dvalarleyfis

  • Dvalarleyfið getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis.

    • Athugið að eitt af skilyrðum ótímabundins dvalarleyfis er að hafa ekki hafa dvalist meira en 90 daga erlendis samtals á hverju ári á gildistíma dvalarleyfis, talið frá útgáfudegi leyfis.

Umsókn um dvalarleyfi og vernd fyrir systkini fylgdarlauss flóttabarns

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun