Hafskipulag

Þessi frétt er meira en árs gömul
Strandsvæðisskipulag Vestfjarða 2022
15. júní 2022
Fyrir liggur tillaga að Strandsvæðisskipulagi Vestfjarða 2022 sem kynnt er samkvæmt 12. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018. Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri.

Skipulagstillagan ásamt umhverfismati er aðgengileg á www.hafskipulag.is og liggur jafnframt frammi hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík og á skrifstofum Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar. Hana má einnig nálgast hér að neðan.
Kynningarfundir
Sumarið 2022 eru kynningarfundir um skipulagstillöguna haldnir á eftirfarandi stöðum:
Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal, 22. júní kl. 12:00-13:30
Félagsheimilinu Bolungarvík, 22. júní kl. 16:30-18:00
Hnyðju í Þróunarsetrinu á Hólmavík, 23. júní kl. 16:30-18:00
Skrifstofu Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, Reykjavík, 9. ágúst kl. 13:30-15:30
Allir sem vilja sig láta varða skipulag svæðisins eru hvattir til að kynna sér skipulagstillöguna. Allir sem þess óska geta komið á framfæri ábendingum og gert athugasemdir við skipulagstillöguna og umhverfismat hennar. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri er til 15. september 2022.
Athugasemdum skal skilað bréflega til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík, með tölvupósti á netfangið hafskipulag@skipulag.is.
Svæðisráð Vestfjarða
Strandsvæðisskipulag Vestfjarða 2022: Tillaga svæðisráðs til kynningar
Strandsvæðisskipulag Vestfjarða 2022: Uppdráttur
Umhverfismatsskýrsla: Umhverfismat tillögu svæðisráðs að strandsvæðisskipulagi Vestfjarða