Umsókn um innflutning á geislavirku efni
Innflutningur á geislavirkum efnum er háður leyfi Geislavarna ríkisins.
Ekki þarf leyfi vegna geislavirkra efna undir undanþágumörkum.
Leyfi til innflutnings er ekki gefið nema fyrir liggi leyfi til notkunar eða umsókn um leyfi til notkunar sé hafin.
Leyfisgjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá.
Umsóknarferli
Flutningsmiðlun eða notandi geislavirks efnis sækir um leyfi til innflutnings.
Skilyrði og fylgigögn
Fyrir leyfi til innflutning þarf:
leyfi til notkunar, eða sótt hafi verið um leyfi
hvaða flutningsmiðlun sér um innflutning
nákvæmar upplýsingar um efnið
staðfesting frá framleiðanda um að hann taki á móti geislavirka efninu að notkun lokinni
Umsókn
Til þess að fylla út umsókn þarft þú að hafa tiltækar upplýsingar um:
flutningsmiðlun, nafn fyrirtækis og nafn og netfang tengiliðar
notanda geislavirka efnis, nafn fyrirtækis og nafn og netfang tengiliðar
upplýsingar um efnið: kjarntegund, virkni, umbúðir efnis og fyrirhuguð notkun
upplýsingar um tæki sem geislavirka efnið er í ef við á
upplýsingar um ábyrgðarmann, nafn, kennitala, netfang og menntun eða stöðu
Vinnslutími umsóknar
Vænta má þess að leyfi sé gefið út innan tveggja vikna frá því að öll nauðsynleg gögn hafa borist stofnuninni. Oft þarf að kalla eftir viðbótargögnum og er það gert með tölvupósti til þess sem sendir umsókn.
Þjónustuaðili
Geislavarnir ríkisins