Tjón af völdum náttúruhamfara
Afgreiðsla tjónamála
Hefðbundinn afgreiðslutími tjónamála er í kringum tveir mánuðir. Hann er þó breytilegur og getur verið bæði lengri og styttri eftir atvikum máls.
Þegar kynning á niðurstöðu tjónamats berst eigendum, er gefinn ákveðinn frestur til að koma að sjónarmiðum. Hægt er að flýta fyrir afgreiðslu málsins með staðfestingu frá öllum eigendum um að ekki séu athugasemdir við fyrirliggjandi niðurstöðu. Að öðrum kosti er beðið með framhald málsins þar til frestur til athugasemda er liðinn.
Rafræn samskipti flýta fyrir afgreiðslu málsins. Ef allir eigendur samþykkja rafræn samskipti og fylla út allar umbeðnar upplýsingar á „mínum síðum“ mun það flýta fyrir afgreiðslu málsins.
Meðferð tjónamála
Þjónustuaðili
Náttúruhamfaratrygging Íslands