Tjón af völdum náttúruhamfara
Athugið að ef þú hefur þegar tilkynnt tjón vegna náttúruhamfara og vilt bæta við frekari upplýsingum velur þú hnappinn „Tilkynna viðbótartjón“.
Einstaklingar
Lögaðilar
Ef þú hefur orðið fyrir tjóni á eignum vegna náttúruhamfara gætir þú átt rétt á bótum.
Þegar vátryggingaratburður hefur gerst skal vátryggður þegar í stað tilkynna NTÍ það eða vátryggingarfélagi því sem hefur selt honum vátrygginguna. Frestur til að tilkynna tjón er eitt ár frá því vátryggður vissi um tjónsatvik, annars getur hann glatað rétti sínum til tjónabóta.
Vátryggt
Húseignir, innbú og lausafé, sem er brunatryggt hjá vátryggingafélagi með íslenskt starfsleyfi, er tryggt gagnvart náttúruhamförum.
Önnur mannvirkni sem ekki eru brunatryggð, eins og veitur, hafnir og brýr, þarf að tryggja sérstaklega fyrir náttúruhamförum.
Eigin áhætta
Er að lágmarki ...
400.000 krónur á húseignum
200.000 krónur á innbúi og lausaféi
Bótaskyldir atburðir
Tjón er bætt af völdum
eldgosa
jarðskjálfta
skriðufalla
snjóflóða
vatnsflóða
Dæmi um atburði sem eru ekki bótaskyldir
Flóð vegna leysingavatns, asahláku og skýfalls
Óveðurstjón og foktjón
Snjóþungi, þegar eignir sligast eða brotna undan snjó
Þegar tjón hefur orðið á vátryggðum eignum
Er mikilvægt að:
bíða með viðgerðir
varðveita skemmda muni
taka ljósmyndir
þar til NTÍ hefur fengið tækifæri til að leggja mat á tjónið.
Ráðstafanir
Eigandi ber ábyrgð á að gera eðlilegar og sanngjarnar ráðstafanir til að:
hindra eða takmarka frekara tjón
Í slíkum tilfellum er mikilvægt ef kostur er að:
taka ljósmyndir
hafa samráð við NTÍ
Þjónustuver NTÍ aðstoðar við skráningu tjónstilkynningar í síma 575-3300.
Þjónustuaðili
Náttúruhamfaratrygging Íslands