Fara beint í efnið

Tilkynning um bíl undir rekstrarleyfi til farþega- og farmflutninga

Tilkynning um bíl undir rekstrarleyfi til farþega- og farmflutninga

Aðilar sem eru með rekstrarleyfi til farþega- og farmflutninga samkvæmt lögum og reglum um farþega- og farmflutninga á landi þurfa að tilkynna Samgöngustofu um bíla sem tilheyra rekstri leyfishafa. Þetta á við þegar verið að bæta við eða fækka bílum sem leyfishafi notar.

  • Öll ökutæki sem tilheyra rekstrarleyfum skulu skráð í notkunarflokkinn Ökutæki til farþegaflutninga eða farmflutninga í atvinnuskyni

  • Árleg aðalskoðun fylgir notkunarflokknum

Hægt er að sjá frekar um skoðanir og kröfur til ökutækja í atvinnuakstri í skráningareglum Samgöngustofu.

Athugið að það er á ábyrgð rekstrarleyfishafa að viðeigandi trygging á bíl eða bílum sé til staðar og í gildi hverju sinni.

Tilkynning um bíl undir rekstrarleyfi til farþega- og farmflutninga

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa