Fara beint í efnið

Athugaðu hvort þú þurfir vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands

Áritunarskyldir við gegnumferð (transit)

Samkvæmt reglum Schengen-samstarfsins þýðir gegnumferð aðeins

gegnumferð úr flugi frá ríki utan Schengen-svæðisins
um flughöfn innan Schengen-svæðisins
og áfram til annars ríkis utan Schengen-svæðisins

Dæmi um gegnumferð:

Einstaklingur sem ferðast frá New York til London með millilendingu á Keflavíkurflugvelli er í gegnumferð og þarf vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn til að millilenda á Íslandi, í samræmi við skilyrðin sem tilgreind eru hér að neðan.

Dæmi sem er ekki gegnumferð:

Einstaklingur sem ferðast frá New York til Keflavíkur og áfram til Berlínar (eða annars flugvallar á Schengen-svæðinu) er ekki í gegnumferð í merkingu Schengen-reglnanna. Sá einstaklingur mun koma inn á Schengen-svæðið á Íslandi og þarf því að fá útgefna Schengen-áritun fyrir komuna til Íslands.

Áritunarskyldir við gegnumferð

Ríkisborgarar eftirtalinna ríkja þurfa vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn á Íslandi, hvort sem þeir skipta um flugvél á Íslandi eða ekki:

Afganistan, Bangladess, Austur-Kongó, Erítrea, Eþíópía, Gana, Íran, Írak, Nígería, Pakistan, Sómalía og Srí Lanka.

Undanþágur frá kvöðinni um vegabréfsáritun til gegnumferðar

  • Handhafar gildrar samræmdrar vegabréfsáritunar, landsbundinnar vegabréfsáritunar til langrar dvalar eða dvalarleyfis sem aðildarríki að Schengen-samstarfinu hefur gefið út.

  • Handhafar gilds dvalarleyfis, sem gefið er út

    • af aðildarríki að Schengen-samstarfinu sem tekur ekki þátt í samþykkt reglugerðar (ESB) nr. 1155/2019 um vegabréfsáritanir eða

    • af aðildarríki að Schengen-samstarfinu sem beitir Schengen-réttarreglunum ekki að fullu enn sem komið er,

    • eða handhafar eins af þeim gildu dvalarleyfum sem tilgreind eru í viðauka 5 við reglugerð 795/2022 og gefin eru út af Andorra, Kanada, Japan, San Marínó eða Bandaríkjunum, sem ábyrgjast skilyrðislausa endurviðtöku viðkomandi,

    • eða handhafar gilds dvalarleyfis í einu eða fleiri löndum og yfirráðasvæðum Hollands (Arúba, Curaçao, Sankti Martin, Bonaire, Sankti Estatíusey og Saba).

  • Ríkisborgarar þriðju ríkja sem eru handhafar gildrar vegabréfsáritunar

    • til aðildarríkis Schengen-samstarfsins, sem tekur ekki þátt í samþykkt reglugerðar (ESB) nr. 1155/2019 um vegabréfsáritanir, eða

    • til aðildarríkis Schengen-samstarfsins sem beitir Schengen-réttarreglunum ekki að fullu enn sem komið er, eða

    • til Kanada, Japans eða Bandaríkjanna,

    • eða handhafar gildrar vegabréfsáritunar til eins eða fleiri af löndum Hollands (Arúba, Curaçao, Sankti Martin, Bonaire, Sankti Estatíuseyjar og Saba) þegar þeir ferðast til útgáfulandsins eða einhvers annars þriðja ríkis eða þegar þeir eru á heimleið frá útgáfulandinu eftir að hafa notað vegabréfsáritunina.

  • Aðstandendur íslenskra ríkisborgara eða EES/EFTA-útlendinga, eins og um getur í 2. mgr. 1. gr.,

  • Handhafar diplómatískra vegabréfa.

  • Flugliðar sem eru ríkisborgarar samningsaðila að Chicago-samþykktinni um alþjóðlegt almenningsflug.

Athugið að handhafar bandarískra og kanadískra ferðaskilríkja fyrir flóttamenn eru undanþegnir áritunarskyldu í sumum aðildarríkjum Schengen-samstarfsins en ekki öllum.

Handhafar slíkra ferðaskilríkja þurfa Schengen-áritun til að ferðast gegnum Ísland, jafnvel þótt þeir yfirgefi ekki flugvöllinn, ef þeir eru ríkisborgarar ríkja sem eru á lista yfir þau ríki sem þurfa áritun til Íslands.

Upplýsingarnar á þessari síðu eru í samræmi við 3. grein og viðauka 4 og 5 við reglugerð um vegabréfsáritanir nr. 795/2022.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun