Stafræn ökunámsbók - starfsreglur
Upplýsingar um persónuvernd
Þegar þú skráir þig í ökunám eru persónuupplýsingar um þig skráðar í stafræna ökunámsbók, sem Samgöngustofa rekur. Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og netfang þitt eru skráð, ásamt upplýsingum um ökunám þitt þ.e. ökukennara, ökuskóla og árangur í ökuprófum. Nauðsynlegt er að skrá þessar upplýsingar svo hægt sé að staðfesta námsárangur þinn og tryggja að þú getir fengið útgefið ökuskírteini að námi loknu. Ökukennari þinn fær einnig aðgang að upplýsingum um þig í ökunámsbókinni.
Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Samgöngustofu og þín réttindi getur þú nálgast hér: https://island.is/s/samgongustofa/stefna-samgongustofu
Þjónustuaðili
Samgöngustofa