Fara beint í efnið

Sorgarstyrkur

Fullt nám

Foreldrar þurfa að hafa stundað fullt nám í að minnsta kosti 6 mánuði síðustu 12 mánuði fyrir barnsmissi.

Fullt nám er:

  • 22 ECTS,

  • 75-100% samfellt nám, ef ekki eru notaðar ECTS-einingar,

  • verklegt eða bóklegt.

Oftast þýðir þetta að foreldrar þurfa að skila tveimur önnum í heild eða að hluta til svo að skilyrði um fullt nám í 6 mánuði sé uppfyllt.

Námsframvinda

Foreldri þarf að hafa staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma.

Námið sem er stundað

Námið verður að:

  • vera á grunnskóla-, framhaldsskóla- eða háskólastigi,

  • vera í viðurkenndri menntastofnun innan hins almenna menntakerfis á Íslandi,

  • standa yfir í að minnsta kosti 6 mánuði.

Enn fremur er átt við 75-100% nám á háskólastigi og annað nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms.

Foreldri skal leggja fram staðfestingu frá viðkomandi skóla um að það hafi verið skráð í fullt nám og hafi staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma. Heimilt er að taka tillit til ástundunar náms í stað námsárangurs á þeirri skólaönn sem barnsmissir, andvanafæðing eða fósturlát á sér stað.

Undanþágur frá skilyrði um fullt nám

Heimilt er að gera undanþágu frá skilyrði um fullt nám vegna eftirfarandi aðstæðna foreldra.

Vinna og nám

  • Þegar foreldri hefur verið samfellt í að minnsta kosti 6 mánuði á innlendum vinnumarkaði fram til þess að námið hófst.

  • Þegar foreldri hefur lokið að minnsta kosti einnar annar námi og hefur síðan verið samfellt á innlendum vinnumarkaði. Skilyrði er að nám og starf hafi verið samfellt í að minnsta kosti 6 mánuði.

Veikindi á meðgöngu

Þegar foreldri hefur ekki getað stundað nám vegna veikinda eða slyss.

Nauðsynleg gögn:

  • Vottorð þess sérfræðilæknis sem hefur annast viðkomandi.

  • Staðfesting frá skóla um að viðkomandi hafi verið í fullu námi.

Foreldri er að ljúka námi

Þegar foreldri er á síðustu önn námsins og ljóst er að viðkomandi er að ljúka námi með prófgráðu.

Viðkomandi þarf líka að fullnægja öðrum skilyrðum um fullt nám.

Foreldrar langveikra eða alvarlega fatlaðra barna

Þegar foreldri hefur fengið greiðslur á grundvelli laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, eða hefði átt rétt á slíkum greiðslum hefði foreldrið sótt um þær hjá Tryggingastofnun ríkisins. Í slíkum tilvikum skal leggja fram staðfestingu frá skóla um að foreldrið hafi verið skráð í fullt nám.

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun