Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skyldur varðandi varðveislu og eyðingu persónuupplýsinga

Varðveisla efnis sem verður til við vöktun með eftirlitsmyndavélum eða öðrum búnaði

Óheimilt er að varðveita persónuupplýsingar sem verða til við vöktun með eftirlitsmyndavélum eða öðrum búnaði nema það sé nauðsynlegt vegna tilgangs með vöktuninni.

Persónuupplýsingum sem safnast við slíka vöktun skal eytt þegar ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær.

  • Málefnaleg ástæða til varðveislu upplýsinga getur meðal annars byggst á fyrirmælum í lögum eða því að ábyrgðaraðili vinni enn með þær í samræmi við upphaflegan tilgang með öflun þeirra.

Upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun má þó ekki varðveita lengur í 30 daga nema lög heimili.

  • Þetta á ekki við um persónuupplýsingar sem verða til við atburðarskráningu eða eru geymdar á öryggisafritum.

  • Sama á við um upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820