Áður en vinnuvél er tekin í notkun þarf að skrá hana hjá Vinnueftirlitinu.
Skráningarferli
Skráningar fara fram rafrænt á Mínum síðum Vinnueftirlitsins.
Skrá þarf
Eiganda: nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer
Umráðamann ef um eignaleigu er að ræða: nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer
Innflytjanda: nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer
Tækið sjálft
Framleiðsluland, framleiðslunúmer, tegund og gerð
Flokkur, þyngd, lyftigetu og stærð hreyfils. Gott er að styðjast við skráningarhandbókina (pdf).
Athugið að CE merking er skilyrði fyrir skráningu.
Götuskráning: Hægt er að sækja um skráningu vinnuvélar í umferð um leið og vélin er nýskráð. Einnig er hægt að sækja um götuskráningu síðar.
Úthlutun skráningarnúmers
Skráningarnúmer vélarinnar verður aðgengilegt á Mínum síðum Vinnueftirlitsins innan þriggja virkra daga. Tilkynning er einnig send í tölvupósti á skráð netfang á Mínum síðum.
Þá er hægt að tollafgreiða tækið og koma því á vinnustað.
Skoðun og afhending númers
Þegar vélin er komin á vinnustað skaltu hafa samband við þjónustuver Vinnueftirlitsins sem sendir skoðunarmann á staðinn. Hann skoðar vélina og setur skráningarnúmerið á hana.
Tryggingar
Vinnueftirlitið gerir enga kröfu um tryggingar. Það er á ábyrgð eiganda vélarinnar að hafa samband við tryggingafélögin
Afgreiðslutími
Almennt tekur innan við 3 virka daga að fá skráningarnúmerið.
Skráningarplatan er sett á vélina þegar hún er komin á vinnustað.
Kostnaður
Skráningin kostar 30.240 krónur
Innheimt er með greiðsluseðli frá Fjársýslunni.
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið