Sé vinnuvél tekin úr notkun, tímabundið eða endanlega, þarf að afskrá hana. Sækja má um afskráningu með því að smella á hnappinn "Sækja um" hér að ofan.
Í afskráningarferlinu þarf að gefa upp ástæðu fyrir afskráningunni.
Tímabundin afskráning
Tímabundin afskráning getur verið ef vél:
er ekki í notkun
er í geymslu
er biluð eða bíður viðgerðar
er send úr landi í tímabundið verkefni
finnst ekki
Vélar sem eru afskráðar tímabundið má endurskrá. Hafa þarf samband við þjónustuver Vinnueftirlitsins.
Endanleg afskráning
Endanleg afskráning getur verið ef vél er:
seld úr landi
fargað eða seld í brotajárn
nýtt í varahluti
Vélar sem eru afskráðar endanlega má endurskrá. Þær þarf að skoða af eftirlitsmanni áður en hægt er að endurskrá.
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið