Fara beint í efnið

Þeir sjúklingar sem gangast undir legnám þar sem ástæða aðgerðar eru hágráðu forstigbreytingar, eða þar sem vefjagreining eftir aðgerð sýnir hágráðu forstigsbreytingar í leghálsi, eru í aukinni hættu á að hafa forstigbreytingar í leggöngum, vaginal intraepithelial neoplasia (VaIN) og ífarandi sjúkdóm í leggöngum.

Eftirlit skal fara eftir klínísku mati en til viðmiðunar er eftirfarandi:

  • Eftirlitssýni frá leggöngum í frumurannsókn og HPV mælingu 6 mánuðum eftir legnám

  • Ef niðurstaða rannsókna er óeðlileg skal vísa sjúklingi í leghálsspeglun