Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkraskrár

Athugið að almennt eru ekki varðveittar virkar sjúkraskrár á Þjóðskjalasafni (sjúkraskrár lifandi einstaklinga).

Undantekning frá því getur verið sjúkraskrár frá sjálfstætt starfandi læknum sem látið hafa af störfum.

Flestar sjúkraskrár sem varðveittar eru í Þjóðskjalasafni eru frá heilbrigðisstofnunum sem afhent hafa skrár látinna einstaklinga.

Aðgangur að sjúkraskrám og öðrum heilbrigðisupplýsingum einstaklinga er háður aðgangstakmörkunum, sjá nánar hér um reglur um aðgang að gögnum. Það á ekki við ef óskað er eftir eigin sjúkraskrá. Þá þarf að tilgreina um hvaða lækni og/eða heilbrigðisstofnun er að ræða og eins nákvæma tímasetningu og kostur er.

Fyrirspurn um sjúkraskrá