Dómsmál
Þjóðskjalasafn Íslands varðveitir gögn mála sem farið hafa fyrir dóm hér á landi og eru almennt eldri en 30 ára.
Hægt er að fletta upp í dóma- og sáttabókum á vef safnsins.
Einnig er hægt að fletta upp ljósmyndum af dóma- og þingbókum í skjalaskrá Þjóðskjalasafns.
Ef þú finnur ekki gögn dómsmálsins í ofangreindum skrám er hægt að senda fyrirspurn til safnsins.
Athugið að til að finna megi gögn um mál sem farið hafa fyrir dóm þurfa að liggja fyrir nokkuð nákvæmar upplýsingar, þar á meðal um dómsstig, sveitarfélag og málsaðila. Einnig er hjálplegt að tilgreina málsnúmer, ártal, tegund máls, málsatvik og dagsetningu dómsuppkvaðningar.
Yfirleitt eru ekki aðgangstakmarkanir á dómsúrskurðum, þó á því séu undantekningar. Fylgiskjöl geta verið háð aðgangstakmörkunum.
Ef meira en 80 ár eru liðin frá dómi í máli hvíla engar aðgangstakmarkanir á gögnum þess.
Fyrirspurn um eldra dómsmál
Þjónustuaðili
Þjóðskjalasafn Íslands