Fara beint í efnið

Sanngirnisbætur

Umsókn um sanngirnisbætur

Um sanngirnisbótaverkefnið

Í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum um aðbúnað barna á vistheimilinu Breiðavík ákvað ríkisstjórnin í febrúar 2007 að framkvæma rannsókn á því hvernig rekstri vistheimilisins var háttað á árabilinu 1950–1980 og eftir atvikum hliðstæðra stofnana og sérskóla þar sem börn dvöldu. Með rannsókninni var ætlunin að skapa forsendur til samfélagslegs uppgjörs vegna aðbúnaðar barna á vistheimilum á árum áður.   

Vistheimilanefnd vann vandaðar skýrslur um fjölda vistheimila og í kjölfarið voru greiddar sanngirnisbætur til einstaklinga á grundvelli umsóknar, sbr. lög nr. 47/2010, um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007.  Alls hafa um 1100 einstaklingar fengið greiddar bætur og nemur samanlagður kostnaður vegna þess um 3 milljörðum króna. Síðasta skýrsla vistheimilanefndar (2016) fjallaði um Kópavogshæli og var nefndinni falið að lýsa starfsemi þess að því er varðaði vistun fatlaðra barna sem þar dvöldust. Í henni komu fram meðal annars tillögur um framhald málsins að því er varðar aðrar stofnanir þar sem fötluð börn voru vistuð.  

Vistheimilanefnd hefur þegar kannað almennt starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn en aðeins fjallað um vistun fatlaðra barna á einni opinberri stofnun, Kópavogshælinu. Með lögum nr. 148/2020 voru gerðar ýmsar breytingar á lögum nr. 47/2010 sem miða að því að ljúka bótauppgjöri vegna fatlaðs fólks sem var vistað á barnsaldri á öðrum stofnunum sem hið opinbera bar ábyrgð á. 

Umsókn um sanngirnisbætur

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15