Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnumálastofnun Forsíða
Vinnumálastofnun Forsíða

Vinnumálastofnun

Þessi frétt er meira en árs gömul

Greiðslustofa flyst í nýtt og glæsilegt húsnæði

6. júlí 2022

Greiðslustofa Vinnumálastofnunar hefur flust í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð að Túnbraut 1-3 á Skagaströnd.

Greiðslustofa Vinnumálastofnunar hefur flust í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð að Túnbraut 1-3 á Skagaströnd en Vinnumálastofnun hefur starfrækt Greiðslustofu á Skagaströnd allt frá árinu 2007 og starfa þar nú um 20 manns.

Að beiðni Vinnumálastofnunar lét eigandi húsnæðisins, Sveitarfélagið Skagaströnd, hanna af miklum myndarbrag fullkomið og glæsilegt skrifstofurými fyrir Vinnumálastofnun sem mætir þeim kröfum sem gera verður til slíks húsnæðis nú til dags. Eftir breytinguna er allur aðbúnaður starfsfólks Greiðslustofu á Skagaströnd með því besta sem gerist.

Það var því að vonum gleðistund þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra vígði hið nýja skrifstofuhúsnæði Vinnumálastofnunar ásamt Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, Jensínu Lýðsdóttur, forstöðumanni Greiðslustofu, Halldóri Gunnari Ólafssyni, oddvita sveitarstjórnar og Alexöndru Jóhannesdóttur, sveitarstjóra að viðstöddu starfsfólki Vinnumálastofnunar og sveitarstjórnarfólki á Skagaströnd.