Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands 2024

26. apríl 2024

Upplýsingaöryggi í skjalavörslu og skjalastjórn – er eitthvað að varast?

Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands 2023

Árleg vorráðstefna Þjóðskjalasafns fer fram miðvikudaginn 15. maí á Berjaya Reykjavik Natura Hotel.

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Upplýsingaöryggi í skjalavörslu og skjalastjórn – er eitthvað að varast? sem endurspeglar inntak ábyrgðarákvæða 22. gr. laga um opinber skjalasöfn um skjalavörslu og skjalastjórn. Flutt verða fjögur erindi sem fjalla um ráðstafanir um vernd skjala og gagnasafna og hvað ber að varast og gæta að í þeim efnum.

Ráðstefnan verður einnig send út í streymi og þarf að taka það sérstaklega fram í skráningu ef óskað er eftir að fylgjast með ráðstefnunni yfir vefinn.

Dagskrá:

Upplýsingaöryggi í skjalavörslu og skjalastjórn– er eitthvað að varast?

Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands
15. maí 2024 kl. 8:30-12:00

Staðsetning: Berjaya Reykjavik Natura Hotel
Nauthólsvegur 52, Reykjavík

Verð 6.300 kr. Innifalið er léttur morgunverður og kaffiveitingar

8:30-9:00 Fundargestir koma – morgunkaffi

9:00-9:10 Fundarsetning
Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður

9:10-9:35 Upplýsingaöryggi íslenskra skjalastjórnunarkerfa
Theódór R. Gíslason, meðstofnandi og framkvæmdastjóri tækni og nýsköpunar hjá Syndis og stofnandi Defend Iceland

9:35-10:00 Persónuvernd og raunlægt öryggi við skjalavörslu
Þórður Sveinsson, yfirlögfræðingur hjá Persónuvernd

10:00-10:30 Kaffi

10:30-10:55 Skjalabjörgun í Grindavík – Afhendingarskylda og öryggi upplýsinga
Árni Jóhannsson, skjalavörður hjá Þjóðskjalasafni Íslands

10:55-11:20 Netógnir dagsins í dag
Bjarki Þór Sigvarðsson, fagstjóri ástandsvitundar hjá netöryggissveit CERT-IS

11:20-12:00 Pallborð

Fundarstjóri er Helga Jóna Eiríksdóttir
lektor í skjalfræði við Háskóla Íslands