Vigdís í Evrópu
3. janúar 2025
Á nýársdag hófst ný sjónvarpsþáttaröð á RÚV um ævi og feril Vigdísar Finnbogadóttur fyrrum forseta Íslands. Á nýliðnu ári var Vigdísar einnig minnst í bók sem gefin var út af Ríkisskjalasafni Ungverjalands í tilefni af árlegum fundi evrópskra ríkisskjalasafna og formennsku Ungverja í Evrópuráðinu.


Í samvinnu evrópsku skjalasafnanna voru valdir 35 einstaklingar sem hafa haft mikilvæg áhrif á sameiginleg evrópsk gildi og stuðlað að friði og uppbyggingu í Evrópu. Valin voru skjöl úr fórum safnanna sem tengjast þessum einstaklingum og skrifaðar greinar um þau.
Framlag Þjóðskjalasafns Íslands var grein um Vigdísi Finnbogadóttur og áhrif hennar í Evrópu, meðal annars sem fyrsta konan í heiminum sem var lýðræðislega kjörin þjóðhöfðingi. Skjalið var innsetningarræða Vigdísar frá 1. ágúst 1984, þegar hún hóf sitt annað kjörtímabil.
Bókin var gefin út á prenti en einnig í vefútgáfu sem er opin öllum og aðgengileg hér.

