Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Teikningar húsameistara ríkisins í Samfélaginu

30. janúar 2024

Teikningar húsameistara ríkisins komu við sögu í Samfélaginu á Rás 1 nýverið þegar Guðmundur Pálsson heimsótti Helga Biering sérfræðing í stafrænni endurgerð hjá Þjóðskjalasafni Íslands.

fangelsi

Teikningar húsameistara ríkisins komu við sögu í Samfélaginu á Rás 1 nýverið þegar Guðmundur Pálsson heimsótti Helga Biering sérfræðing í stafrænni endurgerð hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Helgi sagði frá verkefni sem felst í því að skanna teikningar frá húsameistara ríkisins en það er með stærstu teikningasöfnum sem Þjóðskjalasafn Íslands varðveitir. Einn þekktasti húsameistari ríkisins var líklegast Guðjón Samúelsson en því embætti gegndi hann til dauðadags árið 1950. Teikningasafnið varðveitir einnig teikningar af húsum sem aldrei risu eins og til dæmis fangelsi sem fyrirhugað var í Mosfellssveit.

Einnig komu við sögu skönnun á gömlum bréfabókum sem innihalda ýmsan fróðleik úr íslensku samfélagi, svo sem barnfaðernismál, vegagerð, skipulagsmál og ýmislegt fleira. Helgi sýndi teikningu af kirkjunni í Grímsey sem brann í september 2021 en einnig teikningar af verkamannabústöðunum sem fóru undir hraun í eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973.

Afrakstur verkefnisins verður aðgengilegur á vef Þjóðskjalasafns Íslands jafnóðum og gögnin eru skönnuð og skráð.

Viðtalið má nálgast hér og byrjar á 42. mínútu.