Þessi frétt er meira en árs gömul
Sumarlokun í afgreiðslu og á lestrarsal
15. júní 2023
Afgreiðsla og lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands verða lokuð um tveggja vikna skeið yfir hásumarið.


Afgreiðsla og lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands verða lokuð um tveggja vikna skeið yfir hásumarið. Lokunin verður frá 24. júlí til og með 4. ágúst 2023. Á meðan lokun stendur verður jafnframt skert þjónusta í Þjóðskjalasafni, s.s. er varðar ráðgjöf til afhendingarskyldra aðila um skjalavörslu og skjalastjórn og fyrirspurnir úr safnkosti Þjóðskjalasafns. Erindi má senda á upplysingar@skjalasafn.is.