STEF afhendir skjalasafn sitt til varðveislu á Þjóðskjalasafni
3. desember 2024
Nýlega var undirritaður samningur um afhendingu á skjalasafni STEFs, hagsmunasamtaka tón- og textahöfunda á Íslandi.
STEF var stofnað árið 1948 að frumkvæði tónskáldsins Jóns Leifs og fullt heiti samtakanna var Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar. Í skjalasafninu er að finna bréf, fundargerðir og önnur gögn sem varpa ljósi á sögu samtakanna og þar með á tónlistarsögu Íslands.
Samningur var gerður um að Þjóðskjalasafn taki við gögnum STEFs, hreinsi þau, flokki, skrái og skanni til birtingar í skjalaskrá Þjóðskjalasafns. Á myndinni sjást Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs undirrita samninginn. Með þeim á myndinni eru Ólafur Arnar Sveinsson sviðsstjóri fræðslu og rannsókna á Þjóðskjalasafni og Guðmundur Þór Guðjónsson fjármálastjóri STEFs.