Nýtt vefsvæði Þjóðskjalasafns Íslands á Ísland.is
29. apríl 2024
Stafræn umbreyting er hluti af stefnu Þjóðskjalasafns og hefur það að markmiði að tryggja varðveislu og aðgengi að rafrænum gögnum stjórnsýslunnar og skjölum er varða sögu samfélagsins, sem og að bjóða viðskiptavinum stafræna þjónustu.
Stafræn umbreyting er hluti af stefnu Þjóðskjalasafns og hefur það að markmiði að tryggja varðveislu og aðgengi að rafrænum gögnum stjórnsýslunnar og skjölum er varða sögu samfélagsins, sem og að bjóða viðskiptavinum stafræna þjónustu. Eitt af verkefnum stafrænnar umbreytingar er að byggja nýjan aðalvef Þjóðskjalasafns undir hatti Ísland.is og hefur vinna við gerð vefsins farið fram undanfarna mánuði í samstarfi við Stafrænt Ísland. Ný styttist í fyrsta áfanga þessa verkefnis þegar vefurinn verður opnaður á vormánuðum.
Nýi vefurinn mun verða aðalvefur stofnunarinnar með öllum almennum upplýsingum um Þjóðskjalasafn, starfsemi þess og þjónustu. Þar verða einnig allar almennar leiðbeiningar og ráðgjöf um skjalavörslu og skjalastjórn, námskeið og annað er snýr að hlutverki Þjóðskjalasafns sem stjórnsýslustofnun með þjónustuhlutverk við almenning.
Næsta mikilvæga skref í þróun vefmiðlunar Þjóðskjalasafns verður að sameina alla miðlun og rannsóknir á safnkosti og stafrænum aðgangi að skjölum og gögnum þjóðarinnar sem stofnunin varðveitir á nýjum miðlunarvef sem tengdur verður við nýtt skráningarkerfi safnsins. Stór hluti þessa efnis er nú aðgengilegur á vefnum „Stafrænar heimildir úr Þjóðskjalasafni Íslands“ á slóðinni heimildir.is. Þá eru skjalaskrár safnsins einnig aðgengilegar á skjalaskrar.skjalasafn.is