Ný evrópsk stefna í skjalamálum samþykkt fyrir 2025-2030
5. júní 2024
Evrópsk stefna í skjalamálum fyrir árin 2025-2030 var samþykkt 30. maí 2024 á fundi European Archives Group (EAG)
EAG er samráðshópur þjóðskjalasafna í Evrópu sem starfar sem ráðgefandi sérfræðihópur fyrir Evrópuráðið í málefnum skjalasafna. Unnið hefur verið að stefnunni síðastliðin tvö ár.
Í stefnunni birtist ný nálgun á málefni skjalasafna með tveimur aðaláherslum:
Skjalasöfn styðji við lýðræði
Traust almennings á skjalasöfn í stafrænum heimi sé tryggt
Þá voru skilgreindar fimm aðgerðir fyrir hvort markmið sem skjalasöfn geta nýtt í mótun sinnar eigin stefnu og vinnu. Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður sótti fundinn en hún sat einnig í vinnuhópi um mótun stefnunnar.
Hér má lesa stefnuna í heild sinni.