Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Ljósmyndun skjala í Þjóðskjalasafni

3. júlí 2024

Þessa dagana er unnið að ljósmyndun skjala í Þjóðskjalasafni sem bárust úr safni Árna Magnússonar handritasafnara í Kaupmannahöfn árið 1928.

Íris Stefánsdóttir

Safni Árna var á sínum tíma skipt upp milli fjögurra stofnanna; Árnastofnunar og Þjóðskjalasafns á Íslandi, Árnastofnunar í Danmörku og Þjóðskjalasafns Noregs. Nýverið fékkst styrkur frá A.P. Möller sjóðnum í Danmörku til gerðar leitarbærs gagnagrunns þar sem þessi skjöl verða sameinuð en auk þess verður hægt að skoða ljósmyndir af þeim.

Áætlað er að í heild sé um að ræða allt að 14-15.000 skjöl. Hér er því um að ræða gríðarlega merkilegt verkefni, sem mun stórbæta aðgengi fræðimanna og almennings að þessum mikilvæga menningararfi. Íris Stefánsdóttir ljósmyndari annast ljósmyndun skjalanna sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni Íslands.