Þessi frétt er meira en árs gömul
Auglýst eftir mannauðs- og gæðastjóra
13. júní 2023
Þjóðskjalasafn Íslands hefur auglýst laust til umsóknar starf mannauðs- og gæðastjóra við safnið.


Þjóðskjalasafn Íslands hefur auglýst laust til umsóknar starf mannauðs- og gæðastjóra við safnið. Um nýtt starf er að ræða en nú standa yfir mestu breytingar í starfsemi Þjóðskjalasafns um langt skeið, þar sem áhersla er lögð á stafræna umbreytingu, örugga varðveislu, gott aðgengi og sjálfbærni. Þjóðskjalasafn óskar eftir að ráða drífandi sérfræðing í starf mannauðs- og gæðastjóra til að taka þátt í að leiða þessar breytingar með öðrum stjórnendum safnsins. Nánari upplýsingar um helstu verkefni, ábyrgð, hæfniskröfur og umsóknarfrest má finna á Starfatorgi.