Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Afhendingaráætlun á vörsluútgáfum

Afhendingaráætlun, ásamt reglum Þjóðskjalasafns Íslands um tilkynningu, samþykkt og skil á rafrænum gagnasöfnum afhendingarskyldra aðila nr. 877/2020 segir til um hvenær vörsluútgáfur úr rafrænum gagnasöfnum skulu afhentar til safnsins.

Gagnasöfnin sem talin eru upp í listanum hafa verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns Íslands og hefur safnið úrskurðað um varðveislu þeirra á rafrænu formi samkvæmt reglum nr. 100/2014 um afhendingu á vörsluútgáfum gagna úr rafrænum gagnakerfum afhendingarskyldra aðila.

Taflan sýnir lista yfir þá afhendingarskyldu aðila sem fengið hafa úrskurð frá Þjóðskjalasafni Íslands vegna skila á rafrænu gagnasafni í formi vörsluútgáfu.