Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
20. september 2021
Sjúkratryggingar Íslands hafa gert 20 milljóna samning við Rauða krossinn á Íslandi um skaðaminnkandi þjónustu fyrir einstaklinga í vímuefnavanda árið 2021. Fjármagnið rennur til skaðaminnkunarverkefnisins Frú Ragnheiðar sem starfar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri.
17. september 2021
Ráðherra hefur ákveðið með reglugerð að sjúkratryggingar taki þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá og með 20. september.
Sjúkratryggingar Íslands vekja athygli á því að ný reglugerð vegna hjálpartækja nr. 760/2021 tók gildi 1.júlí sl. og hefur verið unnið að því að uppfæra ISO númer í Gagnagátt og Sögu. Sú vinna er nú á lokametrunum og verður lokað fyrir eldri ISO númer 30. september nk.
20. ágúst 2021
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa á síðustu dögum samið um fjölda COVID tengdra úrræða til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Þetta er samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra í kjölfar þess að ríkisstjórnin fundaði um langtímaviðbúnað og styrkingu innviða vegna faraldursins.
16. júlí 2021
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa gert nýjan samning við tannlækna sem tekur til nauðsynlegra tannlækninga, annarra en tannréttinga, vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma.
4. maí 2021
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Reykjalund og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) um þjónustu fyrir þá sem veikst hafa af COVID-19 og þurfa á endurhæfingu að halda.
30. apríl 2021
Reglugerð um endurgreiðslur fyrir þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna hefur verið framlengd um einn mánuð.