Aukið öryggi við innskráningu í Gagnagátt
7. nóvember 2021
Innskráningu í Gagnagátt verður breytt miðvikudaginn 10. nóvember kl. 23:00 þannig að notendur skrái sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli þar sem krafist er tveggja þátta auðkenningar (styrktur Íslykill). Þessi breyting er gerð til að verja viðkvæmar upplýsingar sem hægt er að nálgast í gáttinni og er í samræmi við innskráningu í Réttindagátt.
Rafræn skilríki eru gefin útaf Auðkenni. Ef upp koma vandamál með notkun þeirra er best að hafa samband við Auðkenni í síma 530 0000 eða gegnum netfangið audkenni@audkenni.is. Sjá nánar um rafræn skilríki fyrir einstaklinga https://www.audkenni.is/rafraen-skilriki/skilriki-i-farsima og einnig um starfsskilríki https://www.audkenni.is/fyrirtaeki/skilriki-fyrirtaekja/starfsskilriki
Íslykill er gefinn út af Stafrænu Íslandi. Ef upp koma vandamál með notkun styrkts Íslykils er best að hafa samband við þjónustuver Stafræns Íslands í síma 426 5500 eða á tölvupóstfang island@island.is. Sjá nánar um Íslykil á vefsvæðinu Ísland.is: https://island.is/islykill
Ef upp koma aðrar villur er hægt að hafa samband við hjalp@sjukra.is.