Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
16. febrúar 2022
Undanfarin ár hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gert könnun á þjónustu heilsugæslu bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilgangur slíkrar könnunarinnar er að skoða hvað vel er gert og hvað má betur fara.
21. janúar 2022
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum til viðræðna um verktakasamning um aðstoð við hjúkrun á deild L1 Landakots í tengslum við yfirstandandi covid faraldur.
20. janúar 2022
Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samning við Lækningu í Lágmúla um að styrkja tímabundið mönnun á Landspítala vegna Covid-19. Þetta er þriðji samningurinn sem gerður er í þessu skyni en áður hafði verið samið við Klíníkina og Orkuhúsið.
19. janúar 2022
Sjúkratryggingar Íslands hafa framlengt samning um þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga um sex mánuði og fellt brott kröfu um tveggja ára starfsreynslu líkt og talmeinafræðingar hafa lagt á ríka áherslu.
15. janúar 2022
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Orkuhúsið um að útvega lækna og hjúkrunarfræðinga til að starfa á Landspítala og styðja þannig við þjónustu spítalans á krefjandi tímum. Verkefnið hefst næsta mánudag, 17da janúar.
30. desember 2021
Nú líður að lokum ársins 2021 sem sannarlega hefur verið viðburðaríkt hjá Sjúkratryggingum Íslands. Covid-19 faraldurinn hefur sett sinn svip á flest verkefni Sjúkratrygginga en ekki síst þó á starf samningadeildar og annarra sem koma beint að samskiptum við veitendur heilbrigðisþjónustu.
21. desember 2021
Fyrirtækið Gray Line mun annast flutninga Covid-smitaðra á höfuðborgarsvæðinu sem ekki þurfa á flutningi að halda í sjúkrabíl. Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samning um þessa þjónustu við fyrirtækið sem staðfestur hefur verið af heilbrigðisráðuneytinu. Markmiðið er að létta álagi af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem annast sjúkraflutninga.
19. nóvember 2021
Markmiðið að styðja við búsetu aldraðra í heimahúsum og minnka álag á bráðamóttöku Landspítala
13. nóvember 2021
Ný auðkenning í Gagnagáttina veldur tímabundnum erfiðleikum. Breytingarnar eru gerðar til að auka öryggi gagna í gáttinni og þeirra gagna sem sett eru í hana.
11. nóvember 2021
Rekstur farsóttarhúsa er mikilvægur liður í því að hefta útbreiðslu núverandi smitbylgju í faraldrinum og draga þannig úr álagi á sjúkrahúsum.