Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vegna umræðu um réttindi fólks til að sækja læknismeðferðir innan EES svæðisins

1. apríl 2022

Sjúkratryggingar vilja koma á framfæri upplýsingum um réttindi sjúkratryggðra til þess að sækja læknismeðferð innan EES svæðisins. Reglurnar eru hluti regluverks ESB um læknismeðferðir yfir landamæri sem gilda hér á landi.

Sjúkra lógó transparent

Ef biðtími eftir nauðsynlegri læknismeðferð hér á landi er læknisfræðilega óásættanlegur greiða Sjúkratryggingar meðferðarkostnað á heilbrigðisstofnun sem er með samning við hið opinbera, auk fargjalds og dagpeninga vegna ferðarinnar.

Kjósi sjúkratryggður hins vegar að sækja meðferð erlendis til einkarekinnar heilbrigðisstofnunar gilda aðrar reglur. Sjúkratryggingar greiða í slíkum tilvikum sömu fjárhæð og þjónustan myndi kosta ef hún væri veitt hér á landi. Þá er ekki greiddur ferðakostnaður eða dagpeningar.

Ef fólk sækir um læknismeðferð erlendis til Sjúkratrygginga eru umsóknir metnar af sérstöku fagteymi áður en ákvörðun er tekin í málinu. Ákvörðun Sjúkratrygginga þarf að liggja fyrir áður en meðferð fer fram.

Sjúkratryggingar hvetja þá sem vilja fá upplýsingar um möguleika á læknismeðferðum erlendis að hafa samband en hvert einstakt mál þarf að skoða sérstaklega.