Umferðarmerki
Ný reglugerð (nr. 250/2024) um umferðarmerki og notkun þeirra tók gildi 1. mars 2024.
Nýtt flokkunarkerfi er tekið upp sem byggir á númerum í stað bókstafa áður. Nýir flokkar, forgangsmerki og sérreglumerki, eru teknir upp og ýmsir aðrir flokkar sameinaðir.
Nýja flokka má sjá hér að neðan og undir hverjum flokki má sjá þær breytingar sem hafa átt sér stað innan viðkomandi flokks:
Fjögur ný viðvörunarmerki eru tekin upp. Ætla má að merki 115, 149 og 153 verði fyrst og fremst notuð sem breytileg umferðarmerki þegar við á:
108.2 Holur
115 Skert sýn vegna veðurs
149 Umferðartafir
153 Slys
Umferðarmerki sem vara við dýrum á vegi eru nú sameinuð í eitt merki, 146 Dýr, og er heimilt að nota þá mynd af dýri sem við á. Í reglugerðinni eru sýnd sex dæmi en sá listi er ekki tæmandi:
Biðskyldumerki er fært úr flokki viðvörunarmerkja í flokk forgangsmerkja.
Tekinn er upp nýr flokkur forgangsmerkja sem kveða á um forgang umferðar, meðal annarsvið vegamót.
Eitt nýtt merki.
Önnur merki færast óbreytt úr öðrum flokkum í þennan.
216 Fléttuakstur
Nýtt merki er tekið upp þar sem tveir umferðarstraumar renna saman í einn
mælst er til þess að fremstu bílar úr straumunum tveimur skiptist á að aka í nýja strauminn
svokölluð tannhjólaregla eða fléttuakstur:
202 Biðskylda
204 Stöðvunarskylda
206 Aðalbraut
208 Aðalbraut endar
212 Skylt að veita umferð sem kemur á móti forgang
214 Umferð á móti veitir forgang
306.8 Umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðar bannaðar
Eitt nýtt merki er tekið upp
Útlitsbreytingar á þremur merkjum
Lítillegar útlitsbreytingar á þremur merkjum
Merkin:
stöðvunarskylda
skylt að veita umferð sem kemur á móti forgang
eru færð í flokk forgangsmerkja.
455 Lágmarkshraði
Nýtt boðmerki, 455 Lágmarkshraði.
Væntanlega eingöngu notað á akreinamerki þar sem lágmarkshraði er settur á ákveðna akrein og þannig er hægfara umferð beint frá viðkomandi akrein
455 Lágmarkshraði á akreinamerki
414 Reiðstígur
Merkið 414 Reiðstígur er nú skilgreint sem
sérstaklega ætlað fyrir umferð reiðmanna á hestum
416 Sameiginlegur stígur og 418 Aðgreindir stígar
eru nú útfærð þannig að möguleiki er á stígum þar sem
ríðandi umferð
önnur umferð
nýtir sömu stíga
Sérreglu merki er nýr flokkur umferðarmerkja þar sem kveðið er á um
sérstakar reglur
takmarkanir fyrir umferð
Í þessum flokki eru merki sem færast óbreytt úr öðrum flokkum, ásamt nýjum og breyttum merkjum
500 Akreinamerki
Fært úr öðrum flokki
501 Akreinamerki ofan akbrautar
Fært úr öðrum flokki
508 Hópbifreiðar í almenningsakstri
Nýtt merki
væntanlega eingöngu notað á akreinamerki til að merkja sérreinar aðeins ætluðum hópbifreiðum í almenningsakstri
512 Biðstöð hópbifreiða í almenningsakstri
Fært úr öðrum flokki
516 Gangbraut
Breyting er að nú er hvítur litur þar sem áður var gulur.
521 Hjólarein
Nýtt merki
526 Einstefna
Fært úr öðrum flokki
540 Vistgata
Fært úr öðrum flokk
542 Vistgata endar
Fært úr öðrum flokki
544 Þéttbýli
Fært úr öðrum flokk
546 Þéttbýli lokið
Fært úr öðrum flokk
548 Göngugata
Nýtt merki
550 Göngugata endar
Nýtt merki
552.1 Bifreiðastæði
Fært úr öðrum flokk
552.3 Bifreiðastæði með gjaldskyldu
Nýtt merki
553 Bifreiðastæði ætluð tilteknum aðilum
Fært úr öðrum flokk
554 Bifreiðastæði fyrir hreyfihamlað fólk
Fært úr öðrum flokk
555 Neyðarútskot
Fært úr öðrum flokk
562 Mörk svæðis með sérstaka takmörkun hámarkshraða
Fært úr öðrum flokk
563 Svæði með sérstaka takmörkun hámarkshraða endar
Fært úr öðrum flokk
572 Mörk svæðis þar sem heimild til að leggja ökutæki er takmörkuð
Fært úr öðrum flokk
573 Svæði þar sem heimild til að leggja ökutæki er takmörkuð endar
Fært úr öðrum flokk
576 Mörk svæðis þar sem heimilt er að leggja ökutæki
Nýtt merki
577 Svæði þar sem heimilt er að leggja ökutæki endar
Nýtt merki
Upplýsingamerki eru nú eingöngu til upplýsinga fyrir vegfarendur en kveða ekki lengur á um boð og bönn. Mörg merki sem áður voru upplýsingamerki færst yfir í flokk sérreglumerkja.
Ný upplýsingamerki
655.62 Meðalhraðaeftirlit
655.71 Eftirlitsmyndavél
659 Rafræn gjaldtaka
660 Neyðarútgangur
652.71 Botngata
Fleiri útfærslur á merki
656 Hámarkshraðaupplýsingar
Veruleg breyting er gerð á merki
658 Leiðbeinandi leið fyrir tegund umferðar
Nýtt merki sem kemur í nokkrum útfærslum.
Gefur til kynna hvar hentugt er að fara um.
Önnur umferð er þó ekki bönnuð nema sérstaklega sé lagt bann við henni
Ein útfærsla kemur í stað fyrir merkið Umferð fatlaðra
Hætt er að nota merkið Vegur þar sem krafist er veggjalds og verður merki 659 Rafræn gjaldtaka væntanlega notað í staðinn.
Vegvísar og þjónustumerki eru sameinuð í einn flokk.
Vegvísar í brúnum lit sem vísa til ferðamannastaða
723.41 Ferðamannastaður með vörðu
723.42 Staður á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna
725.1 Jarðgöng
Vegvísar með hjólastígum og hjólaleiðum eru grænir og þegar við á með hjólamerki í lit viðkomandi hjólaleiðar
Vegvísirinn Ferðamannaleið er felldur á brott. Fyrirsjáanleg fjölgun ferðamannaleiða myndi leiða til verulegrar fjölgunar óæskilegra umferðarmerkja við vegi ef þær væru allar merktar sérstaklega.
Þjónustumerkjum fækkar um á sjöunda tug merkja. Eftir stendur neyðarþjónusta og önnur mikilvæg þjónusta fyrir akandi umferð sem og önnur valin merki. Er þetta fyrst og fremst gert til þess að draga úr fjölda ónauðsynlegra umferðarmerkja við vegi.
Nokkur ný undirmerki eru tekin upp og breyting á öðrum
807 Táknmynd tegundar umferðar
Má nota inn á önnur umferðarmerki og sem yfirborðsmerkingar. Á meðal táknmynda eru:
þekktar myndir af fólksbifreið, gangandi og reiðhjóli
Nýjar táknmyndir eins og 807.65 Rafskútur, rafhlaupahjól og 807.82 Hreyfihamlaðir vegfarendur
808 Texti (nokkrar útfærslur)
812 Leiðbeinandi hámarkshraði
Breyting: Hvítur hringur sem áður var á merkinu er fjarlægður
826.1 Umferð hjólandi vegfarenda úr báðum áttum
826.2 Umferð hópferðabifreiða í almenningsakstri úr báðum áttum
844.3 Torleiði
Ný stærri útgáfa
846.3 Óbrúaðar ár
Ný stærri útgáfa
848.3 Snjór á vegi
848.5 Hált í bleytu
854.2 Einbreið brú
Breyting á merki
854.4 Einbreið jarðgöng
Breyting á merki
860 Keðjunarstaður
Breyting á merki
Litlar breytingar eru á flokknum Önnur merki.
Nota skal rauða og hvíta gátskildi og slár á framkvæmdasvæðum en annars nota gula og svarta.
Tvö ný framkvæmdamerki eru tekin formlega upp, sem eru notuð við framkvæmdir.
940F Keila til afmörkunar vegna framkvæmda
941F Stólpi til afmörkunar vegna framkvæmda
Þrjár nýjar yfirborðsmerkingar eru teknar upp tengdar hjólreiðum:
tvær til merkingar á hraðahindrunum
hvinrönd sem eru upphleyptar línur þvert á akstursstefnu sem ætlað er að hægja á ökuhraða
1021 Hjólabox
1026.1a Hjólaþverun
1038 Hjólavísir
1027.11 Hraðahindrun
1027.12 Hraðahindrun
1027.2 Hvinrönd
Ný umferðarljós taka gildi þar sem tekið er meira tillit til hjólandi umferðar.
umferðarmerki sérstaklega ætluð fyrir reiðhjól, merkt með hvítu reiðhjóli á bláum fleti efst
gönguljós með fótgangandi og reiðhjóli
akreinaljós sem er fest ofan akreinar
1184a Umferðarljós fyrir hjólandi vegfarendur
1184b Umferðarljós fyrir hjólandi vegfarendur
1186b Umferðarljós fyrir gangandi vegfarendur
1190 Akreinaljós
Hvert ljós gildir fyrir eina akrein.
Rauður kross þýðir að akreinin sé lokuð í þá átt sem ekið er
Gul ör þýðir að akreinin lokist brátt og að skipta þurfi um akrein í þá átt sem örin vísar.
Breytileg umferðarmerki
Merki sem segir ökumanni hversu hratt hann ekur (hraðavari).
Merki með breytilegum texta.
Breytileg viðvörunarmerki og bannmerki
Nota má ákveðin viðvörunarmerki og bannmerki sem breytileg merki.
Þá breytist guli liturinn í svartan og svarti liturinn í hvítan.
Eldri umferðarmerki halda gildi sínu þar til þau verða fjarlægð eða þeim er skipt út.
Lög og reglur
skv. fyrri reglugerð (289/1995)